Sprengingar og eldur í tilraunastofu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum við Háskólann í nótt.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum við Háskólann í nótt. mbl.is/Júlíus

Eldur kviknaði í tilraunastofu raunvísindadeildar Háskóla Íslands við Hjarðarhaga á fimmta tímanum í nótt. Sprengingar og eldtungur mættu reykköfurum er þeir komu á vettvang. 

Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kvaddar á staðinn enda hætta á ferðum vegna eldfimra efna sem þar er að finna. Því var farið að öllu með sérstakri gát, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins.

Slökkviliðsmenn fyrir utan hús raunvísindadeildar Háskólans í nótt.
Slökkviliðsmenn fyrir utan hús raunvísindadeildar Háskólans í nótt. mbl.is/Júlíus

Eldurinn kom upp á 2. hæð hússins, var hann nokkuð mikill um tíma og hlutust af honum töluverðar skemmdir. Húsið var mannlaust en starfsmenn öryggisfyrirtækis sem vaktar húsið urðu eldsins varir.

Um kl. 6 í morgun var búið að ráða niðurlögum eldsins en slökkviliðsmenn eru þó enn á staðnum.

Ekki er enn vitað um eldsupptök.

Eldurinn kom upp á annarri hæð.
Eldurinn kom upp á annarri hæð. mbl.is/Júlíus
Lögreglu- og slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi við Háskólann.
Lögreglu- og slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi við Háskólann. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert