Eignasala sveitarfélaga í athugun

Sala Akureyrarbæjar á Tækifæri hf. til KEA hefur þótt umdeild.
Sala Akureyrarbæjar á Tækifæri hf. til KEA hefur þótt umdeild.

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að bæjaryfirvöld á Akureyri afhendi sér gögn um ráðstöfun á eignarhlut sveitarfélagsins í fjárfestingarfélaginu Tækifæri hf. snemma á þessu ári.

Í bréfi umboðsmanns sem kynnt var á fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir helgi kemur fram að hann hafi um nokkurt skeið haft til athugunar mál sem lúta að meðferð og ráðstöfun eignarhluta sveitarfélaga í fyrirtækjum sem þau eiga eignaraðild að, meðal annars með tilliti til meðferðar þeirra á eigendavaldi sínu og þess eftirlits sem sveitarstjórnum ber að hafa um málefni sveitarfélaga, þar með talin ráðstöfun eigna þeirra.

Fram kemur einnig í bréfinu að athugun umboðsmanns lúti ekki á þessu stigi sérstaklega að ráðstöfun Akureyrarbæjar á hinum tiltekna eignarhlut sveitarfélagsins í Tækifæri hf. heldur sé upplýsinganna óskað með það fyrir augum að þær kunni að nýtast umboðsmanni við hina almennu athugun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert