Næturfrost inn til lands í kvöld

Veðurútlit á hádegi í dag, eins og spáin leit út …
Veðurútlit á hádegi í dag, eins og spáin leit út klukkan sjö í morgun.

Hæg sunnanátt og smá skúrir verða vestanlands í morgunsárið, súldarloft á Suðausturlandi, en úrkomulítið verður norðaustan til, að því er segir í textaspá Veðurstofu Íslands.

Kalt loft blæs úr vestri í dag og því mun fara kólnandi og frysta víða inn til landsins með kvöldinu. Því má búast við að skúrirnar verði éljakenndari þegar líður á daginn.

Það lægir og rofar til í nótt, en á morgun kemur allkröpp lægð inn á Grænlandshaf og þá hvessir talsvert af austri og fer að rigna.

Það hlýnar í veðri á morgun. Það verður hins vegar skammgóður vermir að mati Veðurstofunnar, því síðan leggst hann í stífan og svalan útsynning með skúrahryðjum eða éljum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert