„Núna strax!“

Justyna sagði að uppreisn kvenna í Póllandi hafi átt fyrirmynd …
Justyna sagði að uppreisn kvenna í Póllandi hafi átt fyrirmynd sína í kvennafrídeginum á Íslandi. mbl.is/Golli

Pólska blaðakonan Justyna Grosel leiddi mannfjöldann á samstöðufundi á Austurvelli í að krefjast réttinda fyrir konur með herópinu „Núna strax!“ um leið og hún sagði uppreisn pólskra kvenna gegn afturhaldssömum fóstureyðingarlögum í heimalandinu eiga uppruna sinn í kvennafrídeginum.

Bein umfjöllun mbl.is frá því í dag

Justyna talaði bæði á íslensku og ensku í stuttri ræðu sinni á fundinum. Sagðist hún ekki skilja mikla íslensku en hún skildi þó: „Konur eru líka mannfólk“. Konur hefðu rödd og þær notuðu hana í dag.

Frétt Mbl.is: Þakkar íslenskum konum hugrekkið

Í Póllandi ættu konur í baráttu við hatur, heimsku og ofbeldi. Með mótmælum sínum gegn áformum ríkisstjórnarinnar þar um að herða enn forneskjulega fóstureyðingarlöggjöf hefðu konur fengið nýja rödd. Sú rödd hefði átt uppruna sinn í kvennafrídeginum á Íslandi fyrir rúmum fjörutíu árum.

„Pólskar stúlkur eru hér með ykkur og þið eruð þar með okkur,“ sagði Justyna.

Spurði hún þá hvenær rétti tíminn væri fyrir jöfn réttindi kvenna og karla, fyrir heilsu kvenna, til að berjast gegn fyrirlitningu og ofbeldi gegn konum sem viðstaddir svöruðu með kallinu „Núna stax!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert