Samstöðufundur á Austurvelli í dag

Talið er að um 50.000 konur hafi komið saman í …
Talið er að um 50.000 konur hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur á kvennafrídeginum 2010. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu og mæta á Austurvöll í dag til þess að vekja athygli á launamun kynjanna á atvinnumarkaðnum.

„Við gerum ráð fyrir miklum fjölda fólks á Austurvöll til þess að sýna málefninu lið og höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð alls staðar úr samfélaginu,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur í jafnréttis- og umhverfismálum hjá Alþýðusambandi Íslands, einn skipuleggjenda samstöðufundarins.

Kjörorð hans er Kjarajafnrétti strax! Maríanna segir að vekja þurfi athygli á stöðu kvenna á atvinnumarkaðnum. Síðustu kannanir VR, BHM og SFR sýni kynbundin launamun sem hafi verið að aukast eftir hrun. „Um leið og hagvöxtur eykst virðast konur dragast aftur úr,“ segir Maríanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert