Varið ykkur á hálkunni

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum og einhver éljagangur. Hálka og hálkublettir eru við ströndina og í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru einnig við Hafnarfjall og í Borgarfirði og hálka er á Holtavörðuheiði, Vatnaleið og Fróðárheiði en hálkublettir á Bröttubrekku sem og á einhverjum fjallvegum á Vestfjörðum. Hálka, krapi og éljagangur eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði, Fagradal sem og á Oddsskarði, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hvalfjarðargöng verða lokuð í þrjár nætur í þessari viku vegna árlegra haustverka við þrif og viðhald. Lokað var í nótt, en síðan er lokað næstu nótt og aðfaranótt fimmtudags frá miðnætti til klukkan sex að morgni.

Vegna mikilla rigninga undanfarið, og tilheyrandi aurbleytu, er vegurinn um Arnarvatnsheiði lokaður allri umferð milli Surtshellis og Arnarvatns stóra. Ófært er inn í Þórsmörk og einnig á nokkrum hálendisvegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert