Aftur fundað á þriðjudaginn

Loðnuveiði út af Snæfellsnesi.
Loðnuveiði út af Snæfellsnesi. Rax /Ragnar Axelsson

Full­trú­ar sjó­manna og vél­stjóra settust að samningaborði með forsvars­mönn­um út­gerða hjá Rík­is­sátta­semj­ara um eittleytið í dag í von um að leysa kjaradeiluna fyrir verkfall. 

Ný­lega var kosið um nýj­an kjara­samn­ing hjá sjó­mönn­um og vél­stjór­um en sá samn­ing­ur var felld­ur með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta greiddra at­kvæða. Sjó­menn hafa því boðað til vinnu­stöðvun­ar 10. nóv­em­ber verði ekki komist að samkomulagi. 

Bryndís Hlöðversdóttir Ríkissáttasemjari segir að aftur verði fundað næstkomandi þriðjudag.

„Þar er fyrirhugað að funda aftur á þriðjudaginn í næstu viku. Málið er í farvegi á meðan. Fólk stendur frammi fyrir verkefni og ætlar að reyna að leysa það áður en verkfall skellur á,“ sagði Bryndís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert