Éljahryðjur berast af hafi

Úrkomuspá kl. 21 í kvöld.
Úrkomuspá kl. 21 í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

„Éljahryðjur berast af hafi úr suðvestri. Þeim fylgir hálka á fjallvegum m.a.  Hellisheiði og Mosfellsheiði. Á láglendi er hætt við krapa á vegum framan af, en í kvöld kólnar heldur og þá gæti orðið hvítt á mörgum veginum suðvestan- og vestanlands.“

Þetta segir í ábendingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar fyrir kvöldið og nóttina.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálkublettir séu víða á fjallvegum um allt land, einnig í uppsveitum á Suðurlandi. Þá er hálka á Hálfdán og hálkublettir á Öxnadalsheiði. Einnig eru hálkublettir á Þverárfjalli.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert