Nagladekkin oft það eina sem dugar

Dekkjum hlaðið upp á dekkjalager Sólningar.
Dekkjum hlaðið upp á dekkjalager Sólningar. Eyþór Árnason

„Þetta er ekki spurning um hvort þú setjir bananahýði í græna tunnu eða svarta tunnu, þetta er spurning um hvort þú keyrir á eða ekki,“ sagði Gunnar S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar, um afstöðu Reykjavíkuborgar til nagladekkja. 

Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem nagladekk eru sögð óþörf innan borgarmarkanna. Þau spæni upp mal­bikið, dragi úr loft­gæðum og valdi hávaða.

Frétt mbl.is: Nagladekkin óþörf í höfuðborginni

Nagladekk geta verið lykilþáttur í umferðaröryggi við vissar aðstæður þegar aðrar dekkjategundir hafa ekki sömu virkni, sérstaklega þegar ferðast er á undan söltun að sögn Gunnars.  

Í ákveðnum aðstæðum þá eru nagladekkin stærsti öryggisþátturinn sem þú getur haft í bílnum. Ef það er komin glæra yfir götuna þá hafa önnur dekk ekki sömu virkni og nagladekk. Fyrir fólk sem er að fara í vinnu um morguninn áður en búið er að salta göturnar þá eru nagladekkin það eina sem dugar.“

Borgin líti í eigin barm

Ein af röksemdarfærslum Reykjavíkurborg fyrir afstöðu sinni er að nagladekk spæni upp malbikið og valdi loftmengun. 

Ég held að þetta sé alltof stór þáttur til að við séum of mikið að velta fyrir okkur áhrifum á umhverfið. Ég skil mjög vel að menn vilji vera umhverfisvænir, en borgin er einfaldlega ekki þrifin. Göturnar á veturna eru orðnar svo skítugar að ef þeir hefðu einhvern áhuga á að bæta loftgæði þá myndu þeir þrífa göturnar,“ sagði Gunnar. 

Hann vísar til sænskrar rannsóknar þar sem niðurstaðan var sú að hreinsun gatna hefði mun meiri áhrif á loftgæði heldur en notkun nagladekkja.  

„Það var gerð rannsókn í Svíþjóð eftir að nagladekk voru bönnuð til að athuga áhrif á svifryksmengun. Ári seinna eftir naglalausan vetur kom í ljós að hafið þetta ekki haft áhrif á loftgæðin. Það sem hafði helst áhrif á loftgæðin var hversu dugleg borgin var að þrífa göturnar.“  

Duga ekki í úthverfunum

Vetrardekkjakönnun Félags íslenskra bifreiðaeiganda gerði samanburð á mismunandi tegundum dekkja þar sem bremsuvegalengd var mæld við nauðhemlun á 50 kílómetra hraða á klukkustund á svelli. Bíll á nagladekkjum stöðvaðist á 39,7 metrum en bíll á besta óneglda dekkinu stöðvaðist eftir 55,7 metra. 

„Þarna eru 16 metrar aukalega í bremsuvegalengd. Hvort myndirðu vilja að fjölskylda þín væri að keyra kl 6 um morgun á negldu dekki eða á kornadekki sem Reykjavíkurborg mælir með. Reykjavíkurborg getur ráðlagt fólki að nota hvaða dekk sem er í 101 en þessi dekk duga ekki þegar þú ert kominn í önnur hverfi höfuðborgarsvæðisins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert