Tilkynnandinn handtekinn

Maður á þrítugsaldri íbúi í Bryggjuhverfi var handtekinn skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi, en hann hafði nokkrum klukkustundum fyrr tilkynnt um mann vopnaðan hnífi í hverfinu. Tilkynnandinn var óvopnaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Frétt mbl.is: Mikill viðbúnaður í Bryggjuhverfi

„Fjölmennt lið lögreglu leitaði að karlmanni í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í gærkvöld, eftir að íbúi þar tilkynnti um alvarlegar hótanir sem honum höfðu borist símleiðis auk þess sem tilkynning barst skömmu síðar um mann í hverfinu vopnaðan hnífi. Tilkynningarnar voru metnar alvarlegar og viðbúnaður lögreglu í samræmi við það. Fólust aðgerðir meðal annars í því að lokað var tímabundið fyrir umferð á svæðinu meðan leit stóð yfir. Sérsveit ríkislögreglustjóra var  enn fremur kölluð á vettvang.

Aðgerð lögreglu stóð yfir í ríflega þrjár stundir og lauk með handtöku á manni á þrítugsaldri, en sá  tilkynnti upphaflega um mann með hníf. Tilkynnandinn var óvopnaður.

Hættuástandi var aflétt rétt ríflega eitt í gærkvöldi. Hinn handtekni bíður yfirheyrslu,“ segir í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert