Hálka víða á Suður- og Vesturlandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða. Á Vestfjörðum er snjóþekja á fjallvegum en hálka er í Gilsfirði og á Innstrandavegi. Um norðanvert landið er hálka eða hálkublettir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

„Suðvestlæg átt á landinu í dag, 8-13 m/s og skúrir eða él, en hálfskýjað fyrir austan og þurrt. Lægir og léttir til í kvöld og kólnar og má víða búast við næturfrosti í nótt, einkum inn til landsins. Gengur í austan hvassviðri eða storm á morgun með slyddu eða snjókomu, en síðar talsverðri rigningu, fyrst suðvestantil á landinu, en þurrt norðanlands fram yfir hádegi. Suðaustan hvassviðri annað kvöld og rigning um allt land. Hlýnar í veðri. Aftur suðvestan útsynningur á mánudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert