Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27% fylgi í nýrri könnun Gallup sem birt var í dag. Píratar mælast með 17,9% og Vinstri græn með 16,5%. Samkvæmt könnuninni er Framsóknarflokkurinn fjórði stærsti flokkurinn með 9,3% fylgi meðan Viðreisn nær 8,8%. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV, en könnunin var gerð dagana 24. til 28. október og er net- og símakönnun.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar mælist Samfylkingin með 7,4%, Björt framtíð með 6,8% og Flokkur fólksins með 3,4%. Aðrir flokkar mælast með minna fylgi.

Fyrr í dag birti Morgunblaðið könnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og mældist Sjálfstæðisflokkurinn þá með 22,5% fylgi og Píratar með 21,2%. Vinstri grænir voru þá með 16,8% og Viðreisn með 11,4%, rétt á undan Framsóknarflokknum sem var með 10,2%.

Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup, en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 3.508 manns 18 ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 55,0% eða 1.728.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert