Stefnir ríkinu fyrir vangoldin daggjöld

Ræða Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs Garðabæjar hélt tölu í tilefni …
Ræða Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs Garðabæjar hélt tölu í tilefni opnunar hjúkrunarheimilisins. „Fyrstu heimilismennirnir flytja inn um helgina,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, en nýja hjúkrunarheimilið Ísafold var opnað þar í gær. Heimilisfólkið kemur flest frá hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum eða 40 einstaklingar. Vífilsstaðaheimilið mun þá standa autt en Gunnar segir það á valdi ríkisstjórnarinnar að ákveða framtíð þess. Ómar Óskarsson

Sveitarfélagið Garðabær hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vanefndar á að greiða rekstrarkostnað hjúkrunarheimilisins Ísafoldar.

Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. nóvember sl. og hefur ríkislögmaður frest til 10. janúar til að leggja fram greinargerð í málinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Garðabær krefst þess að ríkinu verði gert að greiða sér skaðabætur að fjárhæð 322 milljónir ásamt skaðabótavöxtum. Er það sú upphæð sem Garðabær hefur lagt til reksturs Ísafoldar frá opnun heimilisins í apríl 2013 til ársloka 2015, en það hefur verið rekið með halla frá upphafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert