Íslandsmet slegið í fallþunga dilka

Dregið í dilka.
Dregið í dilka. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dilkar voru að meðaltali 16,7 kg í nýlokinni sláturtíð, liðlega hálfu kílói þyngri en í fyrra. Er meðalvigtin sú mesta sem sést hefur: nýtt Íslandsmet.

Að auki komu óvenjumörg lömb til slátrunar. Þetta tvennt gerði það að verkum að lambakjötsframleiðslan jókst um 460 tonn á milli ára.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri hjá Norðlenska á Húsavík, að gott árferði hafi mest um það segja að meðalþyngd lambanna jókst. Síðan séu bændur einnig sífellt að reyna að bæta sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert