Hæsti hiti ársins mældist á Dalatanga

Frá Dalatanga.
Frá Dalatanga. ?

Gríðarlega hlýtt loft var yfir landinu seinni part fimmtudags og sló því niður sums staðar um landið austanvert.

Hitinn á Dalatanga komst í 20,1 stig á sjálfvirku stöðinni. Þetta er nýtt landsdægurmet. Á mönnuðu stöðinni fór hiti í 19,1 stig og er það líka hæsti hiti ársins 2016 á henni.

Þetta er jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur á Dalatanga á þessu ári, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hin skammvinna hitabylgja er gengin yfir og klukkan 14 í gær var hitinn á Dalatanga kominn niður í 5,6 gráður, að því er fram kemur í umfjöllun um hlýindi þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert