Á Íslandi meðan á samræðum stendur

Börn að leik á Íslandi.
Börn að leik á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan er sú að á meðan við erum í samræðum um lausn á málinu þá tel ég nú ekki vera líkur á að þeir hefjist handa,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál íslenska drengsins sem norsk barnaverndaryfirvöld hafa forræði yfir.

„Hann fer aldrei út á morgun, ég held að það sé nokkuð klárt. Ég held að til þessa komi í rauninni ekki nema að það komi í ljós að þetta er ekki talið vera framkvæmanlegt,“ segir Bragi.

Frétt mbl.is: Drengurinn ekki sendur út 4. desember

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

Oddgeir Einarsson, lögmaður móður drengsins, segir það misskilning að drengurinn hafi átt að fara til Noregs á morgun. „Það er eins og það sé gengið út frá því að það sé einhver dagur sem hann átti pantað flug út en það er ekki svoleiðis.“ Hann segir úrskurðinn hafa sagt til um að norsk barnaverndaryfirvöld megi knýja á um að fá drenginn til Noregs frá og með 4. eða 5. desember og að engin breyting sé á þeirri stöðu.  

Frétt mbl.is: Allt reynt fyrir litla drenginn

Bæði Oddgeir og Bragi hafa áður sagt að verið sé að vinna í málinu. Bragi segir að staðan sé í raun sú að verið sé að bíða eftir svari frá barnaverndaryfirvöldum í Noregi. „Boltinn er í rauninni hjá þeim, við bara bíðum eftir svörum frá þeim um hvort að þetta gangi upp eða ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert