Leikskólanum Mýri verður lokað í júlí á næsta ári

Leikskólinn hefur verið starfræktur í Vesturbænum í 27 ár.
Leikskólinn hefur verið starfræktur í Vesturbænum í 27 ár. mbl.is/Styrmir Kári

Leikskólanum Mýri í Vesturbæ Reykjavíkur verður lokað 15. júlí 2017. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs 1. desember að tillögu skóla- og frístundasviðs með atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og VG. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sátu hjá.

Hinn 16. nóvember voru 29 börn á Mýri. Segir að rekstarlegar forsendur þyki ekki vera til staðar þar sem áður hafi verið 47 börn í húsinu. Þá segir að núverandi stjórnendur Hagaborgar og Mýrar, Ólafur B. Bjarkason leikskólastjóri og Ásta Kristín Svavarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, mæli með lokuninni.

Í umsögn foreldra barna á Mýri kom fram að þeir teldu að hugmyndir um að leggja af rekstur Mýrar yllu óvissu og kvíða barna, foreldra og starfsfólks. Undir þetta sjónarmið taka fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem gagnrýna lokunina í bókun á fundi borgarráðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert