Saka Samherja um fjársvik

Eitt af skipum Samherja.
Eitt af skipum Samherja. Ljósmynd/Kristján Kristjánsson

Fimmtán namibísk fyrirtæki saka dótturfyrirtæki Samherja um að hafa svikið um einn milljarð króna út úr sameiginlegu útgerðarfyrirtæki þeirra.

Fyrirtækin segja að upphæðin hafi horfið af reikningi félagsins Arcticnam Investments sem er í sameiginlegri eigu fyrirtækjanna fimmtán og íslenska félagsins Esju Fishing, að því er kom fram í namibíska blaðinu Confidénte en Rúv greindi frá málinu.

Fram kemur í blaðinu að fyrirtækjunum hafi verið meinaður aðgangur að bankareikningum félagsins og yfirlitum þeirra.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í yfirlýsingu sem hann sendi Rúv að fréttaflutningur Confidénte eigi ekki við rök að styðjast. Andmælum hafi verið komið á framfæri við ritstjórn þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert