Einn á gjörgæslu en tveir útskrifaðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá sjúklinga á Landspítalann á hálfum sólarhring.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá sjúklinga á Landspítalann á hálfum sólarhring. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Búið er að útskrifa tvo einstaklinga sem fluttir voru með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Ísafirði í gærkvöldi. Sá sem kom frá Stykkishólmi til Reykjavíkur nú í morgun liggur enn á gjörgæslu, alvarlega veikur. Þetta staðfestir Jón Baldvin Halldórsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þrjá

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Ísafjaðar í gærkvöldi eftir að ljóst varð að sjúkraflugvél Mýflugs gæti ekki flogið þangað, sökum veðurs. Hafði ökumaður bifreiðar fengið aðsvif og misst meðvitund. Þyrlan flaug til baka til Reykjavíkur með tvo sjúklinga meðferðis en auk ökumannsins var ákveðið að flytja annan sjúkling frá Ísafirði sem þurfti að komast undir læknishendur í Reykjavík.

Þá barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um klukkan 6 í morgun vegna sjúklings í Stykkishólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert