Gæslan sækir sjúkling á Patreksfjörð

Vegna veðurs var ekki fært fyrir sjúkraflugvél og því óskað …
Vegna veðurs var ekki fært fyrir sjúkraflugvél og því óskað eftir að Landhelgisgæslan annaðist málið. mbl.is/Eggert

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt rúmlega tíu í kvöld beiðni um þyrlu vegna sjúklings á Patreksfirði sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Vegna veðurs var ekki fært fyrir sjúkraflugvél og því óskað eftir að Landhelgisgæslan annaðist um málið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni.

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í loftið og er áætlað að hún lendi á Patreksfirði um klukkan 23:45. Mun hún svo flytja sjúklinginn á sjúkrahús í Reykjavík.

Þetta er þriðja sjúkraflug þyrlunnar síðastliðinn sólarhring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert