Mistök að vísa fjölskyldunni úr landi

Fjölskyldan hefur eins og svo margir fleiri Afganar orðið að …
Fjölskyldan hefur eins og svo margir fleiri Afganar orðið að flýja undan Talibönum í heimalandinu. Myndin er úr safni. AFP

Lögmaður Rauða krossins telur að það hafi verið mistök af hálfu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála að vísa afganskri fjölskyldu burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjölskyldan flúði talibana í Afganistan og eitt barnanna er lamað að hluta eftir átök við þá.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að fjölskyldan hafi komið til Íslands rétt fyrir jól í fyrra. Börnin eru þriggja, fimm og átta ára, en móðir þeirra er komin átta mánuði á leið.

Í fréttinni kemur enn fremur fram að Útlendingastofnun hafi ekki tekið mál þeirra til efnislegrar meðferðar en vísa eigi fjölskyldunni til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, telur þetta mistök og að það hefði  átt að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert