Ósáttur við seinagang íslenskra yfirvalda

Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi.
Shelagh Donov­an lét lífið við Jök­uls­ár­lón í hörmu­legu slysi. Ljósmynd/Michael Boyd

Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón í ág­úst í fyrra, hefur nú sent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra opið bréf þar sem hann kvartar yfir að 15 mánuðum eftir slysið liggi enn ekkert fyrir um hvort ákært verði í málinu. 

Eig­in­kona Boyd, Shelagh, lést sam­stund­is í slysinu sem varð þegar hjóla­bát­ur bakkaði á þau og tán­ings­son þeirra á bíla­stæði við lónið.

Frétt mbl.is: Þetta snýst ekki um peningana, þetta snýst um réttlæti fyrir eiginkonu mína

„Fimmtán mánuðir eru nú frá því að manndráp átti sér stað við Jökulsárlón og þau yfirvöld sem bera ábyrgð á málinu hafa enn ekki ákveðið hvaða, ef nokkrar, ákærur verða lagðar fram. Þetta er þrátt fyrir að íslenskir lögfræðingar okkar hafi upphaflega fengið þær upplýsingar að þetta myndi liggja fyrir í apríl-maí 2016,“ segir í bréfi Boyd til ráðherra.

Hann segir fjölskyldunni hafa verið tjáð að lokið hafi verið við gerð lögregluskýrslu vegna málsins í lok apríl 2016 og að hún hafi síðan setið á skrifstofu lögregluyfirvalda í héraðinu fram til maíloka, er hún loks var send embætti héraðssaksóknara. Ekkert hafi verið gert í málinu þar, þangað til nýlega að fjölskyldan hafi frétt að skýrslan hafi verið send aftur til lögregluyfirvalda um miðjan síðasta mánuð.

„Ég bið þig fyrir hönd mína og fjölskyldu minnar að skoða hvers vegna það tekur yfirvöld svo langan tíma að komast að því hvort það eigi að ákæra vegna dauða konu minnar, hvaða yfirvöld eigi að fara með málið og hvenær úrskurður muni liggja fyrir,“ segir í bréfinu.

Að sögn Arnþrúðar Þórarinsdóttur, saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara, er málið nú statt hjá ríkissaksóknara. Hún segir lögregluembættin í landinu fara með ákæruvald í málum er varða ætlað manndráp af gáleysi ef þau tengjast umferðarlögum, en að öðrum kosti fari héraðssaksóknari með ákæruvaldið.  Í þessu tilfelli sé það ríkissaksóknara að ákveða hvort það verði lögreglan á Suðurlandi eða héraðssaksóknari sem fari með ákæruvald í málinu.

Michael Boyd ásamt þremur börnum sínum sem misstu móður sína …
Michael Boyd ásamt þremur börnum sínum sem misstu móður sína í slysinu við Jökulsárlón. Ljósmynd/Micahel Boyd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert