Hlýindi draga úr ánægju ferðamanna

Þoka, dumbungur og hlýindi hafa á undanförnum vikum dregið úr ánægju erlendra ferðamanna með heimsóknir sínar til landsins. Þetta segir einn eigenda ferðaskrifstofunnar Extreme Iceland. Lítið hefur sést til norðurljósa í nágrenni Reykjavíkur og snjóleysi á hálendinu hefur haft áhrif á upplifunina.

„Auðvitað eru ákveðin vonbrigði þegar þú þarft að fara heim án þess að hafa séð norðurljós og nánast án þess að það hafi verið reynt að leita að þeim. Þú komst ekki í íshellinn þinn og þú ætlaðir á vélsleða í Landmannalaugum og þú ætlaðir að taka myndir af hverunum á Hveravöllum með allan snjóinn og hvítu og bláu birtuna,“ segir Björn Hróarsson, einn eigenda Extreme Iceland.

Ljóst sé að margir fari til síns heima ekki jafnánægðir og hægt er. Hins vegar sé það jákvætt að færðin sé góð og án hálku.

mbl.is ræddi við Björn um það hvernig hlýindin hafa haft áhrif á ferðamannaiðnaðinn á undanförnum vikum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert