Varað við stormi á morgun

Veðurstofan varar við stormi á landinu á morgun og hviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Annars vegar meira en 20 metrum á sekúndu og hins vegar meira en 40 m/s. Búast megi enn fremur við talsverðri rigningu eða slyddu á Ströndum fram á nótt. 

Veðurspá næsta sólarhringinn gerir annars ráð fyrir norðaustanátt, 20-20 m/s. Hvassast á Vestfjörðum, Breiðafirði og á annesjum norðvestan til. Rigning eða slydda verður fyrir norðan, en annars rigning með köflum.

Veðurspáin á morgun gerir einnig ráð fyrir norðaustanátt við suðausturströndina á morgun, 18 til 28 m/s. Rigning verður suðaustan til og á Ströndum, él Norðaustanlands en annars úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina. Vægt frost verður inn til landsins á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert