Falskar spurningar úr PISA á kreiki

Fyrsti hluti af einni spurningu í PISA-könnun.
Fyrsti hluti af einni spurningu í PISA-könnun. skjáskot

„Menntamálastofnun vill koma því á framfæri að texti sem sagður er vera úr lesskilningshluta PISA og er í umræðunni á netinu var ekki notaður árið 2015. Textinn er tekinn úr dæmahefti sem Námsmatsstofnun gaf út og var til þess fallinn að gefa mynd af uppbyggingu PISA spurninga.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. 

„Þetta er hrá þýðing á texta og var sett fram sem mögulegt dæmi um spurningu í PISA árið 2000. Þetta var aldrei spurning í PISA-könnun og hefði aldrei verið,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar.

Að sögn Arnórs hafa ýmsir tjáð sig um spurninguna sem slíka og gert meðal annars athugasemdir við greinamerkjasetningar og fleira eftir að þær birtust víða í fjölmiðlum. Hann bendir á að verkefnið hafi tilheyrt svokölluðu vinnuskjali og verið illa þýtt og illa unnið og hefði ekki verið notað í aðalprófi.   

Hér er hægt að skoða spurningar sem voru lagðar fyrir nemendur í PISA-könnun árið 2015. Þær eru aftast í skýrslunni í viðauka.   

Hér er hægt að lesa nánar um hvernig prófin eru þýdd á vef Menntamálastofnunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert