17 sóttu um embætti borgarritara

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sautján umsóknir bárust um starf borgarritara, en umsóknarfrestur rann út 5. desember síðastliðinn.

Umsækjendur voru: Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri, Birgir Finnbogason, endurskoðandi, Elínrós Líndal, forstöðumaður, Finnur Þ. Gunnþórsson, aðstoðarforstöðumaður, Gunnhildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur, Halla S. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, Hallur Magnússon, framkvæmdastjóri, Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri, Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður, Magnea Hrönn Örvarsdóttir, blaðamaður, Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri , Pétur T. Gunnarsson, rekstrarráðgjafi, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri, Stefán Eiríksson, sviðsstjóri, og Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur.

Fráfarandi borgaritari er Ellý Katrín Guðmundsdóttir. Hún hefur gegnt starfinu frá október 2011.

Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans.

Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Í því felst yfirumsjón með fjármálum, hagmálum, innkaupamálum, mannauðsstjórnun, upplýsingatæknimálum og þjónustumálum Reykjavíkurborgar og frumkvæði að stefnumótun á þessum sviðum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert