Grænlendingar hafa aukið notkun sína á Keflavík

Á Keflavíkurflugvelli.
Á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir að það hafi komið til tals, en aðeins óformlega, að Keflavíkurflugvöllur verði aðaltengiflugvöllur Grænlands. Engin niðurstaða er þó komin í það mál, en Grænlendingar hafa aukið notkun sína á Keflavíkurflugvelli.

„Það er á þessu stigi ekki hægt að segja að uppi séu áform um að Keflavíkurflugvöllur verði aðaltengiflugvöllur Grænlands, en vissulega hefur það komið til umræðu,“ segir Björn Óli í Morgunblaðinu í dag.

Björn Óli segir að fyrir um sex árum hafi verið gerð athugun í Grænlandi um hver framtíðaráformin væru um hvar miðstöð flugs fyrir Grænland ætti að vera og ein hugmyndin hafi verið að Keflavíkurflugvöllur yrði tengiflugvöllur Grænlendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert