Ólga ef ekki næst sátt

Enn er óleystur ágreiningur um jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og …
Enn er óleystur ágreiningur um jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Alþingismenn þurfa að hafa snör handtök ef takast á að afgreiða umfangsmiklar breytingar í lífeyrismálum fyrir áramót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknað er með því að frumvarpi um lífeyrismál verði dreift á Alþingi á fyrsta þingdegi í næstu viku, á þriðjudag.

Mikill þrýstingur er úr ýmsum áttum á að lífeyrismálið verði afgreitt fyrir áramót. Ef ekki næst sátt um málið er hætt við ólgu og átökum á vinnumarkaði, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp um lífeyrismálin í haust í framhaldi af samkomulagi ríkisins, sveitarfélaga og samtaka opinberra starfsmanna sem miðaði að jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera markaðnum. Frumvarpið mætti harðri andstöðu félaga opinberra starfsmanna sem héldu því fram að ekki væri réttur allra tryggður. Frumvarpið dagaði uppi í þinginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert