Búið ykkur undir rigningu

Svona verður úrkoman á hádegi samkvæmt veðurspánni, sýnd með bláum …
Svona verður úrkoman á hádegi samkvæmt veðurspánni, sýnd með bláum og grænum lit. Skjáskot/Windytv.com

Búist er við talsverðri rigningu á Suðurlandi síðdegis, en suðaustanlands í kvöld. Þurrt veður verður norðaustan til fram á kvöld. Það styttir upp vestast á landinu síðdegis. Vindur verður 8-18 m/s, hvassast suðvestan- og vestanlands fram yfir hádegi. Hiti verður 3-9 stig í dag. Svo fer veður kólnandi.

Greiðfært er á vegum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum en hálkublettir eða hálka er á nokkrum leiðum á Norðaustur- og Austurlandi. Þoka er á Fjarðarheiði.

Á morgun spáir Veðurstofan 8-15 m/s og skúrum, éljum, slyddu eða rigningu austan til. Hiti verður þá á bilinu 1-5 stig en víða vægt frost inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is.

 Veðurspá á þriðjudag:

Suðaustan 13-20 og súld eða rigning, en hægari og þurrt norðaustan til. Vægt frost á Norðaustur- og Austurlandi í fyrstu, annars 1 til 8 stiga hiti.

Á miðvikudag:

Suðaustanátt og rigning fyrri hluta dags, einkum sunnan til. Suðvestan 5-13 m/s og skúrir og síðar él síðdegis, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Kólnandi, frost víða 0 til 5 stig um kvöldið.

Á fimmtudag:

Vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst sunnanlands og síðar rigningu, en úrkomulítið um landið norðanvert. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig síðdegis en vægt frost norðanlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert