Söngelsk íslensk fjölskylda með jólatónleika á Kanaríeyjum

Frá jólatónleikum Theodóru, Olgeirs og dætranna Sigríðar Ástu og Hönnu …
Frá jólatónleikum Theodóru, Olgeirs og dætranna Sigríðar Ástu og Hönnu Ágústu í Borgarneskirkju í fyrra.

Hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum ætla að halda jólatónleika á Kanaríeyjum þann 28. desember nk.

Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona og Olgeir er söngnemi sem rekur prentþjónustu í Borgarnesi. Dæturnar eru; Sigríður Ásta, 22 ára söngnemi í Vín í Austurríki og Hanna Ágústa, 20 ára nýstúdent og söngnemi við Söngskólann í Reykjavík.

Þau Olgeir og Theodóra tóku ákvörðun um það síðastliðið vor að eyða jólunum á Kanaríeyjum og gerðu ráðstafanir varðandi húsnæði og ferðir. Þá var hugmyndin að vera bara í fríi og hafa enga skipulagða dagskrá. En þegar líða fór að jólum fóru dætunar að tala um að þær myndu sakna jólatónleika. „Þetta er orðin föst hefð hjá okkur fjölskyldunni og hefur orðið til þess að styrkja fjölskylduböndin enn frekar. Í kjölfarið umræðunnar kom upp hugmynd um að það gæti nú verið gaman að gleðja einhverja með því að fjölskyldan héldi jólatónleika á Kanarí,“ segir Olgeir Helgi í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson.
Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert