Kviknaði í bekk á Álftanesi

Slökkviliðið kom á staðinn og slökkti eldinn. Mynd úr safni.
Slökkviliðið kom á staðinn og slökkti eldinn. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Tilkynnt var um eld við hús á Álftanesi klukkan 23:20 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði kviknað í bekk út frá útikerti og hafði eldurinn náð að komast í þakskegg og þá reykur borist í húsið. Slökkvilið kom á vettvang, slökkti eldinn og tryggði vettvang.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut við Smáralind þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og krapa. Bifreiðin hafnaði á ljósastaur en enginn meiddist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert