Fjölnir í Egilshöllina

Fjölnir fær æfingaaðstöðu í nýja húsinu sem reist verður við …
Fjölnir fær æfingaaðstöðu í nýja húsinu sem reist verður við Egilshöll. Alark arkitektar

Samið hefur verið um byggingu alhliða íþróttahúss við Egilshöllina. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, reisir húsið og rekur og leigir Reykjavíkurborg.

Þar fá körfuknattleiks- og handknattleiksdeildir Ungmennafélagsins Fjölnis æfingaaðstöðu og Borgarholtsskóli fær aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Knatthúsið verður 3.000 fermetrar að stærð og rúmar tvo löglega handbolta- eða körfuboltavelli. Það rís við suðurhlið fimleikahússins. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að það taki um ár að byggja húsið sem áætlað er að kosti um 800 milljónir kr.

Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að mikill vöxtur hafi verið í handknattleik og körfuknattleik hjá félaginu og góður árangur náðst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert