Leita uppi flóttafólk frá Eyjum

Eyjamenn flykkjast um borð í fiskibáta sem fluttu þá til …
Eyjamenn flykkjast um borð í fiskibáta sem fluttu þá til lands í gosbyrjun.

Búið er að afla upplýsinga um 4.912 einstaklinga sem voru á Heimaey gosnóttina örlagaríku þann 23. janúar 1973, með hvaða báti þeir flúðu í land, hverjir fóru með flugi og hverjir fóru ekki um nóttina.

Enn vantar upplýsingar um hóp fólks, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Sagnheimar, byggðasafn Vestmannaeyja, safnar reynslusögum frá þessari ógleymanlegu nótt. Ingibergur Óskarsson, rafvirki frá Vestmannaeyjum, hefur haldið utan um það að skrá farþegaskrár bátanna. Hann er með yfir 5.500 nafna gagnagrunn um þau sem voru skráð eða dvöldu í Eyjum á þessum tíma. Þar á meðal er skólafólk sem var fjarverandi vegna náms. Enn vantar nánari upplýsingar um hóp fólks.

Um 60 bátar tóku þátt í þessari einstæðu björgunaraðgerð. Samkvæmt upplýsingum Ingibergs fluttu fimm bátar meira en 200 manns hver til Þorlákshafnar og aðrir fluttu færri. Langflestir fóru með Gjafari VE en þar um borð voru um 430 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert