Ógnuðu unglingum

Spöngin Grafarvogi.
Spöngin Grafarvogi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvær ungar konur ógnuðu unglingum við Spöngina um tíuleytið í gærkvöldi en þær voru farnar af vettvangi þegar lögregla kom þangað. Vitað er hverjar þær eru en þær voru á bíl sem var stolið fyrr um kvöldið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tösku með verðmætum stolið frá erlendum ferðamönnum á bar við Austurstræti skömmu eftir miðnætti. Brotist var inn í verslun við Nýbýlaveg og þaðan stolið skiptimynt. Málin eru í rannsókn lögreglu. 

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá fyrri ók um Skógarsel í Breiðholti um áttaleytið en hann reyndist bæði undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Hann er sviptur ökuleyfi en hefur ítrekað verið stöðvaður af lögreglu við akstur bifreiða. Hann var jafnframt með fíkniefni á sér og er einnig grunaður um brot á lyfjalögum. Hinn ökumaðurinn var stöðvaður við Hringbraut í Hafnarfirði um eitt í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert