Ósykrað gos vinsælla en sykrað

Landlæknisembættið hvetur til þess að virðisaukaskattur á gosdrykkjum verði hækkaður …
Landlæknisembættið hvetur til þess að virðisaukaskattur á gosdrykkjum verði hækkaður og að auki verði lögð á þá vörugjöld. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutfall sykraðra gosdrykkja hefur minnkað og sala á kolsýrðu vatni aukist hratt í íslenskum stórmörkuðum. Þetta sýna tölur Markaðsgreiningar/AC Nielsen, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins, SI.

SI segja að frá árinu 2012 hafi vægi sykraðra drykkja hér á landi minnkað úr 59% í 48%. Um leið hafi vægi ósætra gosdrykkja og drykkja með sætuefnum aukist úr 41% í 51%.

Langmest aukning hefur verið í sölu á kolsýrðum vatnsdrykkjum. Sala á slíkum drykkjum hefur vaxið um 82% frá 2011. Sala á sykruðum gosdrykkjum hefur minnkað um 12,3% á sama tíma en neysla á sykurlausum gosdrykkjum haldist nær óbreytt á sama tímabili, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert