Þekkir málaflokkinn ágætlega

Sigríður Andersen verður dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen verður dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðiskonan Sigríður Andersen segir það spennandi að verða dómsmálaráðherra. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að dómsmálum er aftur gert tilhlýðilega hátt undir höfði. Við sjálfstæðismenn höfum alltaf rætt um að það væri eðlilegt að hafa þetta aðskilið, að dómsmálin séu í sérráðuneyti. Það er mjög spennandi fyrir mig að fara inn í þetta ráðuneyti. Ég þekki málaflokkinn ágætlega,“ sagði Sigríður, sem hefur mikla reynslu sem lögmaður, í samtali við mbl.is.

Spurð út í stöðu mála varðandi nýtt millidómstig sagði hún:  „Það er eitt af þessum þjóðþrifamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn náði að klára á síðasta kjörtímabili,“ sagði hún. „Það er væntanlega verið að vinna að því í ráðuneytinu og ég mun fylgja því fast eftir.“

Spurð hvort hún hafi sóst eftir embætti dómsmálaráðherra sagði hún: „Ég var bara tilbúin til að gegna hverri þeirri trúnaðarstöðu sem formaðurinn og þingflokkurinn myndu treysta mér fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert