Sigrún og Unnsteinn aðstoðarmenn Óttars

Unnsteinn Jóhannsson og Sigrún Gunnarsdóttir eru nýir aðstoðarmenn Óttars Proppé.
Unnsteinn Jóhannsson og Sigrún Gunnarsdóttir eru nýir aðstoðarmenn Óttars Proppé.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson. Auk heilbrigðismála eru verkefni heilbrigðisráðherra á sviði lýðheilsu- og forvarna, almannatrygginga, s.s. sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatryggingar, lífvísinda og lífsiðfræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Sigrún Gunnarsdóttir er fædd 16. maí 1960 í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með doktorsgráðu á sviði lýðheilsu og stefnumótunar frá London School of Hygiene & Tropical Medicine. Sigrún hefur víðtæka reynslu á sviði heilbrigðismála og stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu á sviði heilbrigðismála, stjórnunar og forystu, sinnt rannsóknum og skrifað fjölda fræðigreina. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í félagsmálum og gengt þingmennsku sem varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013 og 2014 og er nú varaþingmaður flokksins.

Sigrún hefur starfað sem dósent á viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst og í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún hefur leitt starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu, verið formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands og varaformaður samstarfsnets um rannsóknir um starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu, NOVO. Af fyrri störfum Sigrúnar má nefna deildarstjórastöðu starfsmannamála á Landspítala og stöðu gæðastjóra þar, verkefnisstjórastöðu á sviði heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneytinu og stöðu deildarstjóra á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Einnig hefur hún verið formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Sigrún hefur um langt árabil starfað sem ráðgjafi hjá skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn.

Sigrún er gift Agnari H. Johnson framkvæmdastjóra og eru börn þeirra Hannes, Kristinn og Sigrún og barnabörnin Eva og Aníta.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eggert Jóhannesson




Unnsteinn Jóhannsson er fæddur 22. apríl 1986 í Reykjavík. Unnsteinn hefur frá árinu 2015 starfað sem aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar og m.a. sinnt ýmsum verkefnum fyrir þingflokkinn sem og innra starfi Bjartrar framtíðar.

Árin 2013 – 2015 var hann framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga og 2012 – 2013 verkefnastjóri fyrir Bandalag íslenskra skáta. Unnsteinn er menntaður KaosPilot, þ.e. nám í skapandi verkefnastjórnun sem hann stundaði í Hollandi og Danmörku árin 2008 – 2012. Áður lauk hann námi af listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði. Unnsteinn hefur meðal annars verið varaformaður Samtakanna ´78, setið í stjórn Bjartrar framtíðar, stjórn skátafélagsins Vífils og stjórn nemendafélags Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum, s.s. fjáröflun fyrir baráttu hinsegin fólks í Úganda fyrir Samtökin ´78 og Íslandsdeild Amnesty International, verið virkur í starfi skátahreyfingarinnar og um nokkurra mánaða skeið árið 2011 var hann í starfsnámi fyrir The Peace Foundation í Auckland á Nýja Sjálandi þar sem hann kom meðal annars að því að setja upp markaðsáætlanir og annast ráðgjöf tengdri innri starfsemi samtakanna. Unnsteinn sat í 3. sæti lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður í Alþingiskosningum 2016.

Unnsteinn Jóhannsson er giftur Hafþóri Óskarssyni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert