Kafbátur og kafarar í Hafnarfirði

Leit er hafin í Hafnarfirði á ný.
Leit er hafin í Hafnarfirði á ný. mbl.is/Eggert

Um eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita núna að Birnu Brjánsdóttur eða vísbendingum um hvarf hennar á svæðinu þar sem skórnir, sem hugsanlega eru í hennar eigu, fundust í Hafnarfirði. 

Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, eru kafarar komnir að höfninni í Hafnarfirði, auk þess sem björgunarbátar og drónar verða notaðir.

Einnig fá björgunarsveitarmenn afnot af Gavia-kafbát.

Leitarhundar verða jafnframt notaðir við leitina. 

„Það verður mikill viðbúnaður í dag,“ segir Þorsteinn.

Frá leitinni í Hafnarfjarðarhöfn.
Frá leitinni í Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Eggert

Meðal annars verður leitað á sama svæði og leitað var á í nótt, eða í kringum olíutanka Atlantsolíu og í fjörunni. 

Að sögn Þorsteins hafa um 220 björgunarsveitarmenn tekið þátt í leitinni að Birnu til þessa.

Stjórnstöð leitarinnar er á leitarsvæðinu sjálfu.

mbl.is/Eggert
Skórnir fundust við Atlantsolíu.
Skórnir fundust við Atlantsolíu. Kort/Loftmyndir-mbl.is
Frá leitinni í Hafnarfirði.
Frá leitinni í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert