Lögregla lokar af Hafnarfjarðarhöfn

Lögreglan hefur lokað af Hafnarfjarðarhöfn og fylgir nú þeirri vísbendingu …
Lögreglan hefur lokað af Hafnarfjarðarhöfn og fylgir nú þeirri vísbendingu sem skórinn kann að vera. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan er búin að loka af svæði við syðsta hluta hafnarsvæðisins við Hafnarfjarðarhöfn. Fjölmiðlum er meinaður aðgangur að svæðinu.

Fyrir stundu birtist á Facebook síðu Leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur mynd af uppreimuðum Doctor Martens skó, sem sagður er af þeirri gerð sem Birna var í kvöldið sem hún hvarf.  Myndin var tekin út skömmu síðar.

Ágúst Svansson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni sagði í samtali við mbl.is nú rétt í þessu að eingöngu hafi fundist skór sem gæti hafa verið af Birnu. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu og verið er að fá fjölskyldumeðlimi eða vini Birnu á staðinn til að kanna hvort skórinn kunni að tilheyra henni.

Verið er að vinna eftir þessari einu vísbendingar eins og sakir standa og ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um aðgerðir lögreglu við Hafnarfjarðarhöfn.

Þrír merktir lögreglubílar og bíll frá tæknideild lögreglu eru á vettvangi.

Uppfært 02:06. Búið er að kalla út björgunarsveitir til leitar á svæðinu. Fjórir bílar frá björgunarsveitunum er þegar mættir á vettvang og þá er von á bátum frá björgunarsveitunum til leitar í höfninni.

Lögregla er með tvo dróna á lofti með hitamyndvél sem svifur yfir Hafnarfjarðarhöfn í leit að Birnu. Ekki hefur verið kallaður til kafari, en settur hefur ferið á flot björgunarbátur frá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar. Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn sem eru sérhæfðir í leit.

Ágúst sagði í samtali við mbl.is nú á þriðja tímanum að málið væri enn rannsakað sem mannshvarf, ekki sem sakamál.

Fréttin verður uppfærð.

Myndin af skónum sem var birt á Facebook og tekin …
Myndin af skónum sem var birt á Facebook og tekin út skömmu síðar. Skjáskot/Facebook-síða leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur
Lögreglubíll við Hafnarfjarðarhöfn nú í nótt.
Lögreglubíll við Hafnarfjarðarhöfn nú í nótt. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Björgunarfólk að störfum í Hafnarfirði í nótt.
Björgunarfólk að störfum í Hafnarfirði í nótt. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert