Skónum mögulega komið fyrir

Frá leitinni að Birnu Brjánsdóttur.
Frá leitinni að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stjórnar rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir það mögulegt að skónum sem fundust í Hafnarfirði í gærkvöldi hafi verið komið þar fyrir.

„Í öllum rannsóknum reynum við að vera ekki með neina rörsýn á það sem hefur gerst. Það hefur vakið athygli fólks og okkar líka að það er þjappaður snjór undir sólanum. Það kemur kannski ekki alveg heim og saman við hvernig veðrið hefur verið síðan á laugardaginn. Þess vegna er þetta allt opið,“ segir Grímur í samtali við mbl.is.

Í frétt Vísis kemur fram að lögreglan hafi nú fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu gerði að morgni laugardags. 

Áhersla lögreglunnar og björgunarsveita vegna leitarinnar að Birnu er á staðnum þar sem skórnir fundust í Hafnarfirði í gærkvöldi, sem eru hugsanlega í eigu Birnu.

Lögreglan bað ökumann rauðrar Kiu Rio að hafa samband vegna …
Lögreglan bað ökumann rauðrar Kiu Rio að hafa samband vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu.

126 bifreiðir til skoðunar

Varðandi leitina að rauðum bifreiðum af tegundinni Kia Rio segir Grímur að tæmandi listi sé kominn og telur hann 126 bifreiðir. Leit stendur enn yfir að bifreiðinni sem lögreglan auglýsti eftir.

mbl.is/Eggert

Skoða myndefni úr Hafnarfirði

Að sögn Gríms er einnig verið að skoða myndbandsefni í Hafnarfirði.

Fram kom í samtali mbl.is við Lúðvík Geirsson, hafnarstjóra í Hafnarfjarðarhöfn, að myndefnið dekkaði allan hafnarbakkann, eða um 700 metra svæði, og ætti því allt að sjást sem þar hefur farið fram.

„Það er ágætis myndefni sem kemur úr því en auðvitað er þetta mislangt í burtu,“ segir Grímur.

mbl.is/Eggert

Ekki byrlað ólyfjan

Spurður hvort mögulegt sé að Birnu hafi verið byrluð ólyfjan á Húrra aðfaranótt laugardags segir hann að miðað við þær upplýsingar sem lögreglan hefur þá er ekki talið að hún hafi verið lyfjuð. „Hún er vissulega reikul í spori en okkur finnst hún ekki haga sér með þeim hætti að henni hafi verið byrlað eitur."

Áður hefur komið fram að önnur kona hafi tilkynnt að sér hafi verið byrluð ólyfjan á Húrra þetta sama kvöld.

Ekki hef­ur enn tek­ist að kom­ast inn á reikn­ing Birnu á ein­um af sam­skiptamiðlum henn­ar og seg­ir Grím­ur að verið sé að reyna það.

Lög­regl­an hef­ur einnig beðið um upp­lýs­ing­ar hjá síma­fyr­ir­tækj­um til að sam­keyra farsíma­gögn svo að hægt sé að at­huga hvaða sím­ar sendu frá sér gögn á sama tíma og stað og sími Birnu. Þær upp­lýs­ing­ar hafa enn ekki borist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert