Þór sigldi til Færeyja til að kaupa olíu

Varðskipið Þór sigldi eftir olíu til Færeyja.
Varðskipið Þór sigldi eftir olíu til Færeyja. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Varðskipið Þór, sem var á Austfjarðamiðum fyrir helgi, skaust þaðan til Færeyja og tók þar 550 þúsund lítra af olíu.

Tæpa sex tíma tók að fylla tanka Þórs, en fyrir voru í þeim um 800.000 lítrar. Verð á skipaeldsneyti er talsvert hagstæðara í Færeyjum en hér á landi.

Olíutankar Þórs geta tekið gífurlegt magn af eldsneyti, rúmlega 1,3 milljónir lítra, og því notar Landhelgisgæslan tækifærið þegar færi gefst og lætur skip sín taka eldsneyti í Færeyjum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert