E.coli-gerlar fundust í neysluvatni

Óæskilegir gerlar fundust í neysluvatni Bolungarvíkur.
Óæskilegir gerlar fundust í neysluvatni Bolungarvíkur.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða ráðleggur sem varúðarráðstöfun að Bolvíkingar sjóði neysluvatn sitt eftir að upp kom bilun í geislunarbúnaði Vatnsveitu Bolungarvíkur.

„Í sýni sem tekið var á fimmtudaginn greindust E.coli-gerlar í neysluvatni bæjarins og þess vegna ráðleggjum við fólki að sjóða allt neysluvatn,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

„Tekið var annað sýni á mánudaginn en vegna veðurs var ekki hægt að senda það með flugi. Það fór með pósti suður og við eigum von á niðurstöðu úr því innan tíðar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert