Sprenging í sölu nautakjöts

Nautakjötið hefur stöðugt verið að sækja í sig veðrið á …
Nautakjötið hefur stöðugt verið að sækja í sig veðrið á markaðnum. Fjölgun ferðamanna eykur eftirspurn. mbl.is/Golli

Sala á nautgripakjöti frá innlendum framleiðendum jókst mikið á síðasta ári, eða um rúm 21%. Innflutningur virðist hafa minnkað eitthvað á móti en samt er umtalsverð neysluaukning.

Sala á alifuglakjöti jókst einnig verulega og hafa kjúklingar styrkt stöðu sína sem vinsælasta kjötið á markaðnum hér. Hlutdeild þess af innlendri framleiðslu er orðin yfir þriðjungur, auk þess sem talsvert er flutt inn.

Seld voru 26.730 tonn af kjöti frá innlendum framleiðendum á síðasta ári. Er það liðlega 6% aukning í heildina frá árinu á undan. Ekki liggja fyrir upplýsingar um innflutning á kjöti allt árið en ljóst er að innflutningur á kjúkling og svíni hefur aukist en innflutningur á nautgripakjöti minnkað, að því er fram kemur í fréttaskýringu um kjötsöluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert