Flensan leggst þyngst á aldrað fólk

Bólusetning við Flensu
Bólusetning við Flensu mbl.is/Árni Sæberg

Fremur fáir hafa leitað til heilsugæslustöðva og á bráðamóttökur vegna inflúensu, en þó hefur fjöldi einstaklinga með staðfest einkenni hennar farið vaxandi og hlutfall jákvæðra sýna er nokkuð hátt, að mati landlæknisembættisins.

Von er á nýjum tölum um útbreiðslu flensunnar í dag. Samkvæmt tölum í fyrri viku hafði inflúensa af stofninum A(H3) verið staðfest hjá 73 einstaklingum á síðustu sex vikum. Hafa langflestir greinst við sýnatöku á Landspítala. Flestir þeirra eru eldri en 70 ára.

Aldrað fólk er í mestri hættu að verða alvarlega veikt sökum flensunnar. Frá því í byrjun desember hafa alls 38 einstaklingar legið á Landspítala vegna inflúensu og eiga þeir allir það sameiginlegt að vera 70 ára og eldri. Hefur sóttvarnalæknir því hvatt lækna til að íhuga notkun veirulyfja hjá þessum áhættuhópi við grun um eða staðfesta inflúensu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert