Greindarvísitala lækkar um 0,04% á hverjum áratug og menntunargenum fækkar

Vísindamenn að störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Vísindamenn að störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Eftir því sem menntunarstig fólks er hærra eignast það færri börn. Þetta hefur það í för með sér að gáfnafari fólks hnignar.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtust í bandarísku vísindariti í fyrradag, og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Þeir sem hafa meiri tilhneigingu til að mennta sig hafa einnig tilhneigingu til að eiga færri börn en fólk að meðaltali. Á þessu byggja vísindamennirnir þá tilgátu að „menntunargenum“ fækki vegna þess að framlag þeirra sem eru betur menntaðir til genasafnsins fari minnkandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert