Neita báðir sök

Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði í …
Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði í gær og voru þá þrír menn, sem handteknir voru um borð, fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir menn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald, neita báðir að eiga þátt í hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan aðfaranótt laugardags sl. Þetta staðfesti Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. 

Hann segir sérstaka áherslu lagða á rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem hald var lagt á fyrir utan Hlíðasmára í Kópavogi. Tæknideild lögreglunnar er enn með bílinn til skoðunar en rannsókn er ekki lokið.  

Menn­irn­ir eru báðir grunaðir um refsi­verða hátt­semi í tengsl­um við hvarf Birnu. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum sem var handtekinn um borð í togaranum síðdegis í gær.

Uppfært 14.22: Unnsteinn Örn Elvarsson, lögmaður annars skipverjans, segir aðspurður að hann vilji að umbjóðandi sinn verði úrskurðaður í styttra gæsluvarðhald en héraðsdómur ákvað. Hann hafi þó ekki ákveðið endanlega hvernig málinu verði stillt upp af sinni hálfu.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögeglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögeglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert