„Ekki fundið það sem við leituðum að“

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, …
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og björgunarsveitarmaður ræða saman eftir leit dagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leit björgunarsveitanna gekk vel og áfallalaust fyrir sig en engin vísbending sem tengist hvarfi Birnu Brjánsdóttur eða þrengir hringinn fannst að sögn Ásgeir Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns. 

„Við fundum mikið af farsímum og alls kyns rusli. Ég held að það sé búið að finna 5 eða 6 iPhone-síma í dag en höfum ekki náð að tengja neinn við þetta mál,“ sagði Ásgeir í samtali við mbl.is. Eins og komið hefur fram leitar lögreglan að iPhone-síma Birnu Brjánsdóttur. 

Frétt mbl.is: „Það finn­ast alls kon­ar hlut­ir“

Frétt mbl.is: Þrátt fyrir bros er markmiðið skýrt

Skimað yfir grýtta jörð.
Skimað yfir grýtta jörð. Eggert Jóhannesson

Leitarsvæðum var forgangsraðað með líkindareikningi og hafði lögregla komið sér upp verkferlum í samstarfi við björgunarsveitir til að taka við og greina hlutina sem fyndust í leitinni. Búið er að ganga yfir rúman helming leitarsvæðanna en á morgun verður leitað á þeim svæðum sem lögregla taldi lítilvægari í byrjun. 

Alltaf möguleiki á yfirsjón

Eins og í svo mörgu eru fórnarskipti milli tíma og gaumgæfni en björgunarsveitirnar stóðu sig með prýði að mati Ásgeirs. „Það er alltaf þessi möguleiki að menn missi af einhverju. Miðað við hvað við erum búin að finna mikið í dag þá eru gæði leitarinnar mjög mikil en við höfum ekki fundið það sem við leituðum að.“ 

Hann var mjög ánægður með að ekkert slys hefði orðið á björgunarfólki, sem gekk yfir hraun og sprungur í erfiðum veðurskilyrðum, og sérstaklega stuðninginn í kringum leitina. „Stuðningurinn sem er að koma frá einstaklingum og fyrirtækjum er ótrúlegur. Það er búið að fæða fimm hundruð manns í allan dag og það sér ekki högg á vatni.“

Notast var við ýmsan vélbúnað í leitinni í dag.
Notast var við ýmsan vélbúnað í leitinni í dag. Eggert Jóhannesson
Eftir langa leit var haldið aftur í miðstöðina til að …
Eftir langa leit var haldið aftur í miðstöðina til að bragða á kjötsúpunni. Eggert Jóhannesson
Björgunarmiðstöðin Klettur í Hafnarfirði.
Björgunarmiðstöðin Klettur í Hafnarfirði. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert