Innbrotsþjófur gómaður á staðnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð innbrotsþjóf að verki í Breiðholtinu aðeins þremur mínútum eftir að tilkynning um innbrotið barst til lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í íbúð í Breiðholti klukkan 15:21 í dag og þremur mínútum síðar var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn inni í íbúðinni. Hann er  vistaður í fangageymslu og bíður yfirheyrslu. Nágranni tilkynnti málið til lögreglu en eigandi íbúðarinnar var ekki heima þegar innbrotið átti sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur dagurinn verið fremur rólegur en þrátt fyrir það eru bókuð 30 mál hjá henni frá klukkan 11 í morgun til klukkan 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert