SA leggjast gegn jafnlaunavottun

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að lögfesting jafnlaunastaðals væri mikið inngrip …
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að lögfesting jafnlaunastaðals væri mikið inngrip í daglega starfsemi fyrirtækja. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lítil hrifning er innan Samtaka atvinnulífsins (SA) á áformum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, um að lögbundið verði að öllum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn verði skylt að láta fara fram vottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 á þriggja ára fresti.

Telja fjölmargir innan SA að lögfesting slíkrar vottunar væri afar íþyngjandi fyrir fyrirtækin í landinu og myndi ekki skila tilætluðum árangri. Að lögfesta staðal sé mest íþyngjandi leið sem hugsast geti og gríðarlegt inngrip í starfsemi fyrirtækja.

Halldór Benjamín Þorbergsson, nýr framkvæmdastjóri SA, staðfestir í Morgunblaðinu ði dag að mikil andstaða væri innan SA við lögfestingu jafnlaunavottunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert