Einstakt að sjá samtakamáttinn í björgunarsveitunum

Í færslunni segir Sigurður að það sé þó fyrst núna, …
Í færslunni segir Sigurður að það sé þó fyrst núna, eftir að hann tók við hlutverki ljósmyndara Landsbjargar, að hann geri sér almennilega grein fyrir því hve magnað starf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er. Ljósmynd/SigÓSig

Sigurður Ólafur Sigurðsson, ljósmyndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar, deildi hjartnæmri færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Sigurður hefur gegnt ýmsum hlutverkum sem sjálfboðaliði í aðgerðum björgunarsveita í gegnum tíðina, bæði sem leitarmaður og leitarstjórnandi.

Í færslunni segir hann að það sé þó fyrst núna, eftir að hann tók við hlutverki ljósmyndara Landsbjargar, að hann geri sér almennilega grein fyrir því hve magnað starf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er. Þá segir Sigurður einstakt, þótt tilefnið sé dapurlegt, að sjá samtakamáttinn í félögum sínum í björgunarsveitunum og ekki síður fyrirtækjum og almenningi sem hefur lagst á eitt við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 

„Alla vega, á morgun kemur nýr dagur og ný tækifæri til að finna Birnu. Eins og svo oft áður við svipaðar aðstæður veit ég að við höfum öll hugann hjá henni, fjölskyldu hennar og vinum.“

Hér að neðan má sjá færsluna í heild sinni:

 


Leitarhundar gegna mikilvægu hlutverki í leitinni.
Leitarhundar gegna mikilvægu hlutverki í leitinni. Ljósmynd/SigÓSig
Björgunarsveitarmenn við leitir.
Björgunarsveitarmenn við leitir. Ljósmynd/SigÓSig
Húsakynni Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Húsakynni Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Ljósmynd/SigÓSig
Notast er við sexhjól við leitina.
Notast er við sexhjól við leitina. Ljósmynd/SigÓSig
Leitað er ofan í öllum gjótum sem finnast.
Leitað er ofan í öllum gjótum sem finnast. Ljósmynd/SigÓSig
Rætt um leitina.
Rætt um leitina. Ljósmynd/SigÓSig
Leitarsvæðið er víðfeðmt eða nánast allt suðvesturhorn landsins.
Leitarsvæðið er víðfeðmt eða nánast allt suðvesturhorn landsins. Ljósmynd/SigÓSig
Á skipulagsfundi björgunarsveitanna.
Á skipulagsfundi björgunarsveitanna. Ljósmynd/SigÓSig
Öll svæðin sem leitað er á í dag eru jafnmikilvæg.
Öll svæðin sem leitað er á í dag eru jafnmikilvæg. Ljósmynd/SigÓSig
Lögreglan fer yfir stöðuna.
Lögreglan fer yfir stöðuna. Ljósmynd/SigÓSig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert